PERFORMANCE SENSITIVE
- MIKIL EN MILD ORKA
- LÍTIÐ STERKJUINNIHALD
- ÁN HAFRAKJARNA
- AUKA RAFLAUSNIR
- LÍFRÆNT SELEN
Hentar fyrir hross í þjálfun eða hross sem þurfa að þyngjast.
Performance Sensitive hefur mikið fitu- og trefjainnihald sem gefur stöðuga og langvarandi orku til þjálfunar og hentar vel hrossum sem eiga það til að vera of orkumikil.
Fóðrið inniheldur enga hafrakjarna og er fyrir hross sem ofhitna af höfrum. Takmarkað magn af sterkju gerir það að verkum að þetta fóður hentar vel hrossum sem þurfa fóður sem er milt fyrir maga og þarma. Performance Sensitive inniheldur sérvalda, hágæða próteingjafa sem hjálpa til við að byggja upp vöðva og tryggja skjótan bata eftir áreynslu.